Listafjör vorið 2023

Námskeið fyrir 10-12 ára krakka í Hafnarfjarðarkirkju.

Á miðvikudögum kl. 15.00-16:30 í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju í átta skipti. Námskeiðið hefst 8. febrúar og lýkur með listasýningu barnanna. Unnið verður að hluta út frá atburðum páskanna.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Ekkert gjald.

Leiðbeinendur: Ísabella Leifsdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.

Nánari upplýsingar: bylgja@hafnarfjardarkirkja.is.


Þátttakandi

Nafn *
Kennitala *
Farsími

Forráðamaður 1

Nafn *
Kennitala *
Farsími *
Netfang *
Netfang (aftur)

Forráðamaður 2

Nafn
Farsími
Netfang
Netfang (aftur)

Skráning

Vinsamlega staðfestið skráningu *

Annað

Annað sem þarf að koma fram
Samþykkir þú skilmála Hafnarfjarðarkirkju vegna myndatöku, myndbandsupptöku og birtingar myndefnis? *

Hafnarfjarðarkirkja starfar á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, annarra skyldra laga, starfsreglna og reglugerða sem eiga sér stoð í lögum.

Sem liður í kirkjulegu starfi eru gjarnan teknar myndir eða myndbönd úr kirkjustarfinu, en tilgangur slíkrar vinnslu er að vekja athygli á því starfi sem fram fer innan kirkjunnar. Hafnarfjarðarkirkja er ábyrgðaraðili vinnslunnar og fylgir lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, við alla vinnslu myndefnis (framvegis nefnd persónuverndarlög). Sé efni birt á vefsíðunni www.kirkjan.is, er Biskupsstofa einnig ábyrgðaraðili varðandi þá birtingu og fylgir þá ákvæðum sömu laga. Þjóðkirkjan hefur samþykkt persónuverndarstefnu sem finna má neðst á heimasíðu kirkjunnar, www.kirkjan.is.

Myndefni sem unnið er á vegum Hafnarfjarðarkirkju er birt á heimasíðu kirkjunnar, heimasíðu Þjóðkirkjunnar www.kirkjan.is, í fréttabréfum og eftir atvikum á samfélagsmiðlum. Vakin er athygli á því að kirkjan setur þó ekki lengur myndefni af börnum á samfélagsmiðla.

Með samþykki á þessum skilmálum lýsa forsjáraðilar yfir samþykki fyrir slíkri vinnslu í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Samþykkið gildir meðan barnið tekur þátt í safnaðarstarfi Hafnarfjarðarkirkju.

Heimilt er að draga gefið samþykki til baka hvenær sem er, skal það gert með skriflegum hætti. Afturköllun samþykkis hefur þó ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem heimiluð er á grundvelli samþykkis fram að afturkölluninni, sbr. 3. mgr. 10. gr. persónuverndarlaga.

Miðað er við að börn, eldri en 12 ára, þurfi sjálf að veita samþykki fyrir vinnslu myndefnis og eru foreldrar því beðnir um að ræða samþykki þetta og fara yfir með barni sínu. Ekki skal haka við atriði hér að neðan sé barnið ósammála foreldri sínu.

Samþykki þetta er ekki skilyrði fyrir því að geta tekið þátt í safnaðarstarfi Hafnarfjarðarkirkju.

Reglur um vinnslu myndefnis

Reglur okkar um vinnslu myndefnis fela í sér:

Þegar um er að ræða viðburði í kirkjulegu starfi eru gjarnan teknar ljósmyndir eða myndbönd. Slík vinnsla er talin heimil, óháð því hvort samþykkis hafi verið aflað eða ekki.

Samþykki á skilmálum þessum felur í sér:

  1. Heimilt er að taka ljósmynd af barninu í daglegum leik og starfi.
  2. Heimilt er að taka myndband af barninu í daglegum leik og starfi.
  3. Heimilter að taka myndir af athöfnum í kirkjunni.
  4. Heimilt er að birta myndefnið á vefsíðu kirkjunnar, Hafnarfjarðarkirkja.is
  5. Heimilt er að birta myndefnið á vefsíðu Þjóðkirkjunnar, kirkjan.is.
  6. Heimmilt er að miðla myndum eða myndskeiðum, s.s. til fjölmiðla.
  7. Heimilt er að birta myndefnið í fréttabréfum á vegum kirkjunnar.
  8. Heimilt er að birta myndefnið innan veggja kirkjunnar.

Heimilt er að brita myndefnið í tengslum við auglýsingar kirkjunnar, t.d. auglýsingu á starfi kirkjunnar.